Hvað er manntal?

Í manntalinu eru helstu upplýsingar um þjóðina, fjölskyldur, heimili og húsnæði settar saman í heildstætt gagnasafn. Byggt er á gögnum sem þegar eru til. Vandlega er gætt að verndun persónuupplýsinga.


Aðferðafræði

Manntalið er tekið með óhefðbundnum hætti. Í stað þess að ganga í hús og biðja íbúa að fylla út manntalseyðublöð eru upplýsingar um mannfjöldann fengnar frá stjórnsýslunni, t.d. úr þjóðskrá, og úr öðrum gögnum Hagstofunnar. Síðast tók Hagstofan sams konar manntal 31. desember 2011.

Upplýsingasöfnun

Hægt verður að fá upplýsingar um kyn, aldur, hjúskaparstétt, uppruna, lengd dvalar, búsetu, menntun, atvinnustöðu, atvinnugrein, starfsstétt, fjölskyldur og heimili. Þá verða í manntalinu upplýsingar um fjölda fólks á stofnanaheimilum og fjölda heimilislauss fólks og fólks í húsnæðishraki. Enn fremur nær manntalið til húsnæðisins, m.a. eignar- eða leigubúsetu, flatarmáls, byggingarárs og fleira.

Persónuvernd

Margt af upplýsingunum verður hægt að sundurliða eftir sveitarfélögum og enn nákvæmari svæðaskiptingu innan stærstu þéttbýlisstaðanna. Þess verður gætt að ekki verði hægt að rekja upplýsingarnar til tiltekinna einstaklinga.

Sjá nánar:

Persónuverndarstefna Hagstofu Íslands